Fimmtudagur 8. október 2015 kl. 19:17

Hollvinir Unu og Kötlumót í þætti vikunnar

- Sjónvarp Víkurfrétta sendir frá sér 36. þátt ársins

Nýjasti þáttur Sjónvarps Víkurfrétta er kominn á netið í háskerpu. Þátturinn er númer 36 á þessu ári. Í þætti vikunnar eru tvö stærri innslög og tvö önnur minni.

Í fyrri hluta þáttarins kynnum við okkur Kötlumót karlakóra sem haldið verður í Reykjanesbæ um aðra helgi og ræðum við tvo kórfélaga úr Karlakór Keflavíkur.

Í síðari hlutanum förum við í Garðinn og kynnum okkur Hollvinasamtök Unu Guðmundsdóttur í Sjólyst. Þá förum við ofan í skurð og leggjum jarðstreng og endum þáttinn á tónlistarinnslagi frá Ljósanótt sem haldin var fyrir um mánuði síðan.

Þátturinn er á dagskrá ÍNN í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 21:30 og verður endursýndur á tveggja tíma fresti í sólarhring.