16.11.2017 20:00

Hér er Suðurnesjamagasín

- Ingó á Langbest og Bryndís talmeinafræðingur m.a. í þætti vikunnar

Suðurnesjamagasín Sjónvarps Víkurfrétta er á  dagskrá Hringbrautar í kvöld kl. 20. Aðalefni þáttarins að þessu sinni er viðtal við Ingólf Karlsson veitingamann á Langbest í Reykjanesbæ. Hann hefur rekið veitingastaðinn í 20 ár og segir að það hafi aldrei gengið betur. Ingó segir okkur einnig lífsreynslusögu í þættinum. 
 
Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræingur hefur hannað nýtt forrit fyrir spjaldtölvur. Forritið er byltingarkennt og nýstrárleg lausn í skimunartækni sem metur framburð íslensku málhljóðanna og ber forritið heitið íslenski málhljóðamælirinn en forrititð er ætlað fagaðilum í leik og grunnskóla ásamt stofnunum sem skima frávik í framburði. Bryndís fagnar einnig 30 ára starfsafmæli á þessu ári sem talmeinafræðingur. Við hittum Bryndísi í íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ en hún hélt námskeið fyrir fagaðila í leik- og grunnskóla í Reykjanesbæ þar sem hún kenndi þeim á íslenska málhljóðamælirinn. 
 
Í þættinum förum við einnig í Njarðvíkurskóla og kynnum okkur áhugavert vinaverkefni sem þar er verið að vinna að.
 
Suðurnesjamagasín er frumsýnt alla fimmtudaga kl. 20:00 á Hringbraut. Þá má nálgast þáttinn á vef Víkurfrétta á sama tíma.
 
Ábendingum um áhugavert efni í þáttinn má koma til Víkurfrétta með pósti á vf@vf.is eða með því að hringja í síma 421 0002.