Fimmtudagur 3. september 2015 kl. 16:22

Hér er allt það nýjasta í sjónvarpi frá Suðurnesjum

- 31. þáttur Sjónvarps Víkurfrétta á þessu ári kominn á vefinn

Nýjasti þáttur Sjónvarps Víkurfrétta, sá 31. á þessu ári, er orðinn aðgengilegur á netinu.

Í þætti kvöldsins er rætt við Björgvin Guðmundsson, áhugaljósmyndara í Ljósopi, um aðalsýningu Listasafns Reykjanesbæjar, Andlit bæjarins.

Við tökum einnig hús á Valgerði Guðmundsdóttur, menningarfulltrúa Reykjanesbæjar, og hún segir okkur frá öllu því helsta sem boðið er uppá á Ljósanótt í ár.

Þátturinn kíkti á lokaæfingu á Lögum unga fólksins, sem er nýjasta afurð Með blik í auga. Söngskemmtunin var frumsýnd í gærkvöldi en næstu sýningar eru á sunnudag.

Í upphafi þáttar er rætt við Kjartan Má Kjartansson við setningu Ljósanætur í morgun og við endum þáttinn á æfingu fyrir hjólbörutónleika í Keflavíkurkirkju.

Innslag sem við kynntum í morgun um sjósund bíður til þáttarins í næstu viku.