Mánudagur 28. janúar 2013 kl. 17:20

Heimildarmynd um byggðasafnið í Garði

Steinbogi kvikmyndagerð í Garði hefur sent frá sér stutta heimildarmynd um uppbyggingu byggðasafnsins á Garðskaga. Myndin var gerð í tilefni af starfslokum og 70 ára afmæli Ásgeirs Hjálmarssonar, frumkvöðli safnsins.

Ásgeir Hjálmarsson lét af störfum sl. sumar sem forstöðumaður byggðasafnsins í Garðinum, en safnið er mikið tilkomið vegna elju Ásgeirs og ódrepandi áhuga á að varðveita gamla venjulega hluti.   

Vegna þessara tímamóta þá hefur Guðmundur Magnússon kvikmyndagerðarmaður í Garði nú gert stutta heimildarmynd um uppbyggingu safnsins. Myndin er aðgengileg á myndbandaveitunni YouTube og má sjá hér að neðan.