19.09.2017 08:00

Heillaðist af látlausum sjarma Hafna

- Hátíð í Höfnum í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta

Hátíð var haldin í Höfnum á Ljósanótt 2017. Kaffisala og sýning voru í Gamla skólanum og tónleikar í Kirkjuvogskirkju með KK og Elízu Newman.

Menningarfélag Hafna stóð fyrir kaffisölunni ásamt því að halda tvenna tónleika í Kirkjuvogskirkju sunnudaginn 3.september með KK og Elízu Newman.
 
Hinn ástsæli söngvari KK hélt tvenna órafmagnaða tónleika Kirkjuvogskirkju í Höfnum og flutti þekkt lög af ferli sínum, bæði ný og gömul.
 
KK tengist Höfnum á þann hátt að hann kom þar fyrir nokkru og tók upp tónlistarmyndband í litla kotinu Garðbæ við lagið „Ég er á förum“ og heillaðist hann af látlausum sjarma Hafna.
 
Elíza Newma sá um að hita upp fyrir KK og flutti lög af sínum ferli, meðal annars af nýjustu plötu sinni Straumhvörf sem tekin var upp í Höfnum.
 
Suðurnesjamagasín Víkurfrétta var í Kirkjuvogskirkju, ræddi við Elízu og í innslaginu fáum við tóndæmi frá tónleikum þeirra KK og Elízu.