Laugardagur 9. febrúar 2019 kl. 08:00

Hæfileikaríkur hópur setur upp Furðuverk

Hópur áhugasamra unglinga í Reykjanesbæ hefur komið saman í Frumleikhúsinu í bænum frá því í haust með það að markmiði að skemmta sér og öðrum á léttu leiklistarnámskeiði sem skyldi enda með leiksýningu. Í þessum hópi hæfileikaríkra hópi eru ungmenni sem æfðu flestar íþróttir, eru í tónlistarnámi, syngja í kór, eru í skátum og björgunarsveit og eru svo jafnvel að stunda vinnu. 
 
Afrakstur af samverunni í Frumleikhúsinu og af leiklistarnámskeiðinu skilaði sér á svið með verkinu Furðuverk sem unnið er út frá hugmynd leikstýranna Guðnýjar Kristjánsdóttur og Höllu Karenar Guðjónsdóttur. Þær tvær halda utan um verkefnið Gylturnar sem eru að setja verk á svið með Leikfélagi Keflavíkur í þriðja sinn. Leikstýrunum til aðstoðar við handritsgerðina var Arnar Ingi Tryggvason. 
 
Marta Eiríksdóttir kíkti í Frumleikhúsið og ræddi við ungt leiklistarfólk og leikstýrur á frumsýningardegi Furðuverks. Lokasýning verður á verkinu um helgina en það er aukasýning vegna fjölda áskorana.