16.03.2017 20:00

Guðni Ingimundarson og Hagamúsin í Suðurnesjamagasíni

- einnig framkvæmdir við Bláa lónið og menningarvika Grindavíkur

Suðurnesjamagasín Víkurfrétta er á dagskrá Hringbrautar nú í kvöld kl. 20:00 og aftur kl. 22:00. Viðfangsefnin að þessu sinni eru þrjú.
 
Það hefur viðrað vel í vetur til byggingaframkvæmda við Bláa lónið. Þar rís nú lúxushótel og enn betri baðaðstaða. Við kíktum á framkvæmdir og Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Bláa Lónsins, sagði okkur frá því sem er að eiga sér stað.
 
Suður í Garði hefur nýlega verið lokið við að gera upp 70 ára gamla bifreið sem hefur alla tíð verið í sömu fjölskyldunni. Í þættinum tökum við hús á Guðna Ingimundarsyni, sem er 93 ára, og ræðum við hann um bílinn.
 
Við förum til Grindavíkur í þættinum þar sem við hittum mæðgur sem sýna listaverk í formi ljósmynda og teikninga á menningarviku sem nú stendur yfir.