Fimmtudagur 3. nóvember 2016 kl. 12:00

Guðni á trukknum

Saga um Suðurnesjamann

Heimildamynd um Guðna Ingimundarson heiðursborgara Sveitarfélagsins Garðs er nú í smíðum suður í Garði.  Guðni er vel þekktur um Suðurnes og víðar fyrir störf sín og framkomu. 

Á óvenju langri starfsævi stundaði hann verktöku á Suðurnesjum og kom að fjölda framkvæmda. Þá hafði hann búnað, sem hann beitti að óvenju mikill færni við lausn ýmissra stakra og flókinna verkefna er tengdist tilfærslu þungra véla og búnaðar.  Ákveðin en hófstillt framganga hans hefur skapað honum traust og virðingu.

Heimildarmyndin greinir kröftugt lífshlaup Guðna, sagt er frá verkefnum og atburðum með stuðningi ríkulegs myndefnis.

Guðmundur Magnússon kvikmyndagerðarmaður gerir myndina, Hörður Gíslason handrit.
Tónlistin er eftir Tryggva M. Baldursson.

Myndin er styrkt af Sveitarfélaginu Garði og Uppbygginarsjóði Suðurnesja. Með fréttinni má sjá stutta stiklu úr myndinni.