05.07.2012 22:48

Guðjón Þórðarson: „Vorum ákveðnir í að sigra“

Sigur Grindavíkur á Valsmönnum, 2-0, í kvöld var gríðarlega mikilvægur og mikilvægari en margir halda, enda fyrsti sigur Grindvíkinga í Pepsi-deild karla í knattspyrnu þetta sumarið. Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindavíkur, sagði að Grindvíkingar hafi verið ákveðnir í að vinna leik kvöldsins. Leikurinn fer einnig í sögubækurnar hjá Guðjóni sem 100. sigurleikur hans í efstu deild.

Í meðfylgjandi myndskeiði er viðtal við Guðjón sem tekið var eftir leikinn í Grindavík í kvöld.

Nánar um leikinn og ljósmyndir koma síðar í kvöld.