03.04.2017 22:15

Friðrik Ingi eftir sigur á KR: Þetta verður stríð í næsta leik

„Þetta verður stríð í næsta leik,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflvíkinga eftir sigur þeirra á KR í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Domino's deildarinnar í körfubolta í TM höllinni í bítlabænum. Lokatölur urðu 81-74. VF ræddi við Friðrik Inga Rúnarsson, þjálfara Keflavíkur eftir frækinn sigur.