Þriðjudagur 29. janúar 2013 kl. 14:04

Framkvæmdir í Helguvík geta farið hratt af stað

Norðurál hefur varið 15 milljörðum króna til uppbyggingar álvers í Helguvík. Undanfarið hefur verið unnið að því að koma verkefninu aftur af stað. Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, segir í viðtali við Sigurð Má í viðskiptaviðtali á mbl.is að það horfi til betri vegar á þessu ári fyrir verkefnið í Helguvík.

Fyrst og fremst er unnið að því að koma á samningum um orku. Þegar þeir samningar liggja fyrir geti verkefnið farið hratt af stað aftur. Fjármögnun framkvæmda í Helguvík liggur fyrir en verkefnið verði fjármagnað á sömu nótum og álverið á Grundartanga, sem í dag er skuldlaust við lánastofnanir.

Viðtalið við Ragnar Guðmundsson birtist upprunalega á mbl.is en má einnig sjá hér á síðunni.