Miðvikudagur 28. nóvember 2018 kl. 10:02

Flugverndin í flugstöðinni er stór vinnustaður

Við höfum reglulega sagt frá einum stærsta vinnustað á Íslandi og lang stærsta á Suðurnesjum, Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Stærsta deildin í stöðinni er flugverndin eða öryggisleitin en þar fara um 3 milljónir brottfararfarþega í gegn á þessu ári sem er þrefalt meira en árið 2013. Heildarfjöldi farþega um flugstöðina í Keflavík á þessu ári verður 9,8 milljónir farþega og þá eru komufarþegar og svokallaðir skiptifarþegar taldir með.
 
Í flugverndardeild Isavia starfa á bilinu 360 til 550 manns. Mest yfir sumarmánuðina og flestir þeirra koma frá Suðurnesjum. 
 
Flugstöðin hefur haldið áfram að stækka og mun gera áform. Innan tíðar verður greint frá stórum stækkunarframkvæmdum. Nýir aðilar hafa bæst við í verslun og þjónustu og í desember verður nýr áfangi þegar farþega koma í fyrsta skipti beint frá Indlandi. Það verður ný áskorun fyrir starfsmenn í flugstöðinni en farþegar frá Indlandi munu þurfa meiri þjónustu og aðstoð í ýmsu formi. 
 
Sjónvarp Víkurfrétta kynnti sér flugvernd og fleira í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þröstur V. Söring, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Keflavíkurflugvallar og Árni Gísli Árnason, deildarstjóri Flugverndar fræddu okkur. Innslagið er í spilaranum hér að ofan.