Sunnudagur 1. janúar 2017 kl. 16:10

Flugeldadýrð og reykjarský yfir Reykjanesbæ á áramótum - drónamyndir

Það var þykkt reykjarský yfir Reykjanesbæ á miðnætti í gærkvöldi, gamlárskvöld, þegar flugeldaskothríðin stóð sem hæst. Ljósadýrðin frá flugeldunum var jafnframt mikil.
 
Myndatökumaður Sjónvarps Víkurfrétta setti dróna á loft yfir efstu byggðum Keflavíkur og myndaði skothríðina. Myndirnar sem fylgja fréttinni eru teknar á tímabilinu frá 10 mínútum í miðnætti og þar til 10 mínútum yfir miðnættið.
 
VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson