Fimmtudagur 19. mars 2015 kl. 14:53

Fjölbreyttur þáttur frá Suðurnesjum

– 11. þáttur Sjónvarps Víkurfrétta kominn á netið.

Ellefti þáttur Sjónvarps Víkurfrétta verður á dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 21:30.

Þáttur kvöldsins er fjölbreyttur en í honum eru sjö dagskrárliðir.

Í fyrri hluta þáttarins kynnum við okkur mokfiskirí í Grindavík, skoðum gamlar dúkkur á safnahelgi í Sandgerði og förum á Menningarviku í Grindavík.

Í síðari hlutanum förum við á æfingu með íþróttakonunni Ástrósu Brynjarsdóttur sem hefur náð langt í Taekwondo. Ný gestastofa Reykjanes jarðvangs er skoðuð og við förum á leiksýningu þar sem nútíma öskubuska er sett á svið. Þá endum við þáttinn á lagi með Páli Óskari við opnun einkasýningar poppstjörnu í Rokksafni Íslands í Ytri-Njarðvík.

Þátturinn er kominn inn á vefinn en verður aðgengilegur í háskerpu síðdegis.