18.05.2017 21:10

Fjölbreytt Suðurnesjamagasín vikunnar er hér

– Nýjasti þáttur Sjónvarps Víkurfrétta kominn á netið

Suðurnesjamagasín Sjónvarps Víkurfrétta er fréttatengdur mannlífsþáttur frá Suðurnesjum.
 
Fjölbreytnin ræður ríkjum sem oftar í magasíni vikunnar. Við förum í kajak-róður með nemendum og kennurum í Stóru Vogaskóla á Vatnsleysuströnd en það er valfag í skólanum þótt ótrúlegt sé.
 
Í Grindavík var verið að taka í notkun bílaklippur sem eru nauðsynleg björgunartæki og við fylgdumst með vígslu á slíku tæki þegar gömul Toyota Carina var bútuð niður.
 
Í stóriðju Suðurnesja, sem flugstöðin er oft kölluð, var Icelandair að opna nýja og tvöfalt stærri setustofu, Saga Lounge. Við gátum ekki sleppt því að kíkja þangað.
 
 
Menningin er með sinn sess í þættinum en sjónvarpsfólk Víkurfrétta fylgdist með á tveimur vígstöðvum, annars vegar á æfingu fyrir rokkaða Wagner óperu og svo með mögnuðum Queen tónleikum í Keflavíkurkirkju. 
 
Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar á fimmtudagskvöldum kl. 20 og aftur kl. 22. Hér er þátturinn aðgengilegur í háskerpu.
 
Svo erum við með fréttapakka í lok þáttarins þar sem við fjöllum um athyglisverð mál á Suðurnesjum.