25.02.2013 10:23

Fjallað um Guðrúnu Evu á bókmenntakvöldi í Garði

Fríða Björk Ingvarsdóttir, MA í samtímaskáldsagnargerð, fjallaði á bókmenntakvöldi á bókasafninu í Garði um Guðrúnu Evu Mínervudóttur rithöfund. Guðrún Eva les einnig úr verki sínu, Allt með kossi vekur.

Það var Guðmundur Magnússon kvikmyndagerðarmaður hjá Steinboga kvikmyndagerð í Garði sem tók saman meðfylgjandi myndskeið um bókmenntakvöldið.