Föstudagur 27. nóvember 2015 kl. 11:19

Fiskur og fjör í Grindavík í dag

– fish'n'chips hjá Þorbirni hf. síðdegis

Í dag er svokallaður Fjörugur föstudagur í Grindavík þar sem verslanir og fyrirtæki við Hafnargötu í Grindavík bjóða upp á miðbæjarstemmningu með tilboðum og fjöri.

Hluti af lífinu við götuna í dag verður að Þorbjörn hf. í Grindavík hefur fengið til landsins meistara í fisk og frönskum eða fish’n’chips. Síðdegis verður því boðið upp á þennan þjóðarrétt breta hjá Þorbirni og er öllum Suðurnesjamönnum boðið til veislu.

Til að kóróna stemmninguna hjá Þorbirni mun hin goðsagnakennda hljómsveit The Backstabbing Beatles troða upp í tvígang.

Hér að neðan er innslag Sjónvarps Víkurfrétta frá því í gærkvöldi þar sem fjallað er um útflutning á sjófrystum fiski til Bretlands en Þorbjörn hf. selur þangað vel á fjórða þúsund tonn af þorski og ýsu sem nær allt fer í réttinn vinsæla, fish’n’chips.