Fimmtudagur 13. mars 2014 kl. 10:02

Fernanda rifin í Helguvík - myndskeið

Starfsmenn Hringrásar hófu að rífa flutningaskipið Fernanda í Helguvík á þriðjudagskvöld. Áætlað er að það taki um mánuð að klippa skipið niður í litla bita sem síðar verða fluttir til endurvinnslu hjá stálbræðslum á Spáni eða Tyrklandi.

Fernanda brann seint á síðasta ári suður af landinu en skipið var á leið sinni til Sandgerðis að sækja þangað loðdýrafóður. Fernanda hafði áður lent í ógöngum hér á Suðurnesjum en skipið strandaði við Sandgerði í maí 2012.
 

)