29.03.2018 20:00

Fasteignamarkaðurinn, ferðaþjónustan og unga fólkið í Suðurnesjamagasíni

Ungir knattspyrnumenn, elsta Hótelið á Suðurnesjum, rusl á víðavangi og fasteignamarkaðurinn á Suðurnesjum eru viðfangsefni okkar að þessu sinni. Við kynntum ykkur nýverið fyrir 15 ára gömlum kvikmyndagerðarmanni í Keflavík sem vann stuttmyndakeppnina Örvarpið. Hann heitir Árni Þór Guðjónsson. Hann er genginn til liðs við okkur í Suðurnesjamagasíni. 
 
Æskuvinirnir, 15 ára félagar, Davíð Snær Jóhannsson og Helgi Bergmann Hermannsson eru aldeilis að gera það gott í fótboltanum. Þeir voru báðir valdir í U-16 landsliðið og Davíð æfir með meistaraflokki Keflavíkur. Árni Þór fór og spjallaði við þessa flottu fótboltadrengi.
 
Hótel Keflavík fékk á dögunum þakkarverðlaun ferðaþjónustunnar á Reykjanesi. Hótelið er það fyrsta sem tók til starfa á Suðurnesjum fyrir liðlega þremur áratugum. Við settumst niður með hótelstjóranum sem sagði okkur frá upphafsárunum og stöðunni í dag.
 
Suðurnesjamagasín er í fasteignahugleiðinum og við heimsóttum fasteignasöluna Stuðlaberg og tókum stöðuna á markaðnum.
 
Við endum þáttinn á skemmtilegu myndbandi sem ungur íbúi á Suðurnesjum, hin sex ára Heiða Dís gerði þar sem sýnt er hvernig taka má til í umhverfinu á einfaldan hátt og fjarlæga rusl sem annars fýkur um.