Föstudagur 24. mars 2017 kl. 16:52

Fáir aðrir möguleikar en vegtollar

- Jón Gunnarsson samgönguráðherra í viðtali við Víkurfréttir

Jón Gunnarsson, samgönguráðherra sagði á opnum borgarafundi um tvöföldun Reykjanesbrautar að það væru fáir aðrir möguleikar en einhvers konar gjaldtaka til að ná fram auknu fé til vegamála. Hann sagði að það væri mikilvægt að ná fram sátt um málið en nefnd á vegum ráðuneytisins vinnur nú að frekari hugmyndum í möguleikum á vegatollum. Jón sagði að undanfarna daga hefði hann átt marga fundi með fólki og aðilum úti á landi sem hefðu komið til hans eða nefnt að fyrra bragði að það vildi greiða vegatolla til að flýta framkvæmdum við vegagerð eða gangnagerð.
 
Víkurfréttir ræddu við Jón eftir fundinn í Stapa. Viðtalið er í spilaranum hér að ofan.