04.06.2012 19:27

Færeyingar fengu vatn í munninn

Færeyingar sem áttu leið um Sandgerðishöfn í gærkvöldi fengu vatn í munninn þegar þeir fréttu af grindhval á sundi í smábátahöfninni. Margir vildu þeir komast yfir bita af grindarbuffi.

Á sama tíma svamlaði grindhvalurinn hring eftir hring innan hafnarinnar og virtist eitthvað utan gátta.

Víkurfréttum er ekki kunnungt um hvað varð um grindhvalinn, þ.e hvort hann hélt að nýju til hafs eða endaði ofan í frystikistum í Sandgerði.

Meðfylgjandi myndskeið var tekið í höfninni í gærkvöldi. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson