Þriðjudagur 26. febrúar 2013 kl. 15:22

Eurovisionlag á kirkjulegum nótum

Sönghópurinn Vox Felix í Keflavíkurkirkju hefur vakið athygli fyrir sína útgáfu af íslenska Eurovisionlaginu Ég á líf. Hópurinn flutti lagið á dögunum við guðsþjónustu í kirkjunni og svo aftur í gærkvöldi í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta.

Það er Arnór Vilbergsson, organisti og kórstjóri Keflavíkurkirkju sem fer fyrir Vox Felix og leikur undir í meðfylgjandi myndskeiði sem tekið var upp fyrir Suðurnesjamagasín Víkurfrétta.