Sunnudagur 3. júní 2018 kl. 06:00

Eru leiðandi í nýsköpun í tækni

Fiskvinnslufyrirtækið Vísir úr Grindavík hlaut á dögunum þekkingarverðlaunin í ár en Vísir hefur verið leiðandi í stafrænum lausnum og nýsköpun í tækni. Fyrirtækið á sér langa sögu og fagnaði það fimmtíu ára afmæli sínu fyrir tveimur árum síðan.
Vísir var stofnað árið 1965, er með 310 starfsmenn, tvær vinnslur í Grindavík, fimm línuskip og er með 17.500 tonna kvóta.

Við hittum Pétur Pálsson, forstjóra á skrifstofunni fyrirtækisins en þar má sjá útgerðarsögu Vísisfjölskyldunnar. Pétur fór yfir hana og ræddi líka við okkur um þekkingarverðlaunin og fleira.
Í meðfylgjandi myndbandi má sjá viðtalið við Pétur sem birtist í Suðurnesjamagasíni.