Laugardagur 16. september 2017 kl. 12:00

Erfiðleikar við barneignir tabú umræðuefni

- Fríða Dís Guðmundsdóttir segir magnaða sögu í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta

Söngkonan og listamaðurinn Fríða Dís Guðmundsdóttir er með myndlistarsýningu í Stofunni í Duus Safnahúsum, en sýningin, sem ber heitið Próf/Tests, opnaði á Ljósanótt. Sýningin inniheldur 57 verk, en hvert verkanna er stækkaður rammi af óléttuprófi sem stendur fyrir hvern mánuð í því 57 mánaða ferli sem það tók Fríðu Dís að verða ólétt.

Hún segir mikilvægt að opna umræðuna um þessi málefni, en hún og maðurinn hennar, Þorsteinn Surmeli, upplifðu það á ferlinu að erfiðleikar við barneignir væru tabú umræðuefni.

Dagur Þorsteinsson Surmeli kom svo í heiminn fyrir þremur mánuðum síðan og dafnar vel.