Mánudagur 29. apríl 2013 kl. 13:51

Davíð Ingi: Yngsti Dabbinn er búinn að taka yfir

Davíð Ingi Bustion hefur svo sannarlega slegið í gegn í liði Íslandsmeistaraliði Grindavíkur. Davíð Ingi hefur heillað marga fyrir ákveðni sína í varnarleiknum og spilaði stóra rullu í frábæru tímabili Grindavíkur í ár.

Davíð, sem er tvítugur að aldri og hálfur Íslendingur, lék tæpar 14 mínútur í leiknum í gær og skoraði fimm stig. Faðir hans er fyrrum leikmaður í NBA og því hefur hann ekki langt að sækja hæfileikana. Davíð segir að nú sé yngsti Dabbinn búinn að taka yfir í fjölskyldunni.

„Þetta var mjög erfitt en það er best að vinna þannig. Þetta voru hörkuleikir. Ég er rosalega sáttur með tímabilið – það er ekki hægt að biðja um meira,“ sagði Davíð Ingi kátur. Heyra má nánar í þessum hressa unga manni í myndbandinu hér að neðan og gefur hann m.a. fréttamanni VF vænan koss.