Fimmtudagur 27. ágúst 2015 kl. 16:24

Brellur með svifdiska og krabbaveisla

- meðal efnis í nýjasta þætti Sjónvarps Víkurfrétta

Árni Þór Guðjónsson, þrettán ára snillingur úr Keflavík, gerir ótrúlegar brellur með frisbee-diskum í nýjasta þætti Sjónvarps Víkurfrétta sem kominn er á vefinn í háskerpu.

Úti á Reykjanesi er háhiti frá Reykjanesvirkjun notaður til að þurrka fisk hjá tveimur fiskþurrkunum. Við heimsækjum annað fyrirtækið, Haustak, í þætti vikunnar.

Sandgerðisdagar hófust á mánudag og standa fram á sunnudag. Við höfum verið með myndavélar á lofti í Sandgerði síðustu daga. M.a. heimsækjum við veitingahúsið Vitann þar sem krabba- og sjávarréttaveislur hafa náð vinsældum langt út fyrir landsteinana. Einnig er rætt við verkefnastjóra Sandgerðisdaga um þá viðburði sem eru á Sandgerðisdögum þetta árið.

Þáttinn má sjá í háskerpu hér að neðan. Þátturinn er á dagskrá ÍNN í kvöld kl. 21:30 og svo endursýndur á tveggja tíma fresti í sólarhring.