Fimmtudagur 10. nóvember 2016 kl. 16:59

Björgvin Halldórsson í Sjónvarpi Víkurfrétta

Björgvin Halldórsson tónlistarmaður er gestur Sjónvarps Víkurfrétta í þessari viku. Sýningin „Þó líði ár og öld“ opnar um komandi helgi í Rokksafni Íslands. Við hittum Björgvin í Hljómahöllinni þegar unnið var að uppsetningu sýningarinnar í vikunni.

Við förum einnig í Helguvík og tökum á móti Lagarfossi sem er að hefja reglubundnar siglingar til Helguvíkurhafnar. Þá skoðum við móttöku skemmtiferðaskipa og heilsum upp á Lionessur í sælgætiskransagerð.

Sjónvarp Víkurfrétta er á dagskrá ÍNN í kvöld kl. 21:30. Þáttinn má sjá hér að ofan í háskerpu.