Miðvikudagur 21. desember 2016 kl. 06:00

Birkir fann til með Lalla gogg

„Ég held að Lalli goggur hafi verið fyrsti maðurinn sem ég fann almennilega til með. Hann var lítils virtur og hæddur og óheppinn með útlitið og í rauninni þótti nefið á honum svo stórt að hann var sagður anda fyrir allt byggðarlagið,“ las Sigmundur Ernir Rúnarsson, fréttamaður og rithöfundur úr bók sinni „Allt mitt líf er tilviljun“ í Bókasafni Reykjanesbæjar nýlega.

Bókin segir frá ævintýralegu lífshlaupi Birkis Baldvinssonar sem fæddist á Siglufirði en kom ungur til Keflavíkur, upplifði lífsbaráttu móður sinnar sem vann í fiskvinnslufyrirtækinu „Stóru milljón“ og síðan fyrsta alvöru bissnessinn sem hann gerði, þegar hann með félaga sínum gerðu að humri í Höfnum á Reykjanesi og seldi varnarliðsmönnum.

Framhaldið er lygasaga um einn ríkasta mann Íslands og undirtitill bókarinnar á vel við: „…úr saggafullum kjallara í hæstu byggingu heim“.

Víkurfréttir spurðu Sigmund Erni aðeins út í bókina og hér er stutt viðtal við kappann: