08.09.2018 13:43

Baggalútur á heimatónleikum við Skólaveginn

- skemmtilegt innslag úr Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta

Hljómsveitin Baggalútur var þátttakandi á heimatónleikum á Ljósanótt. Sveitin kom sér fyrir í Rokkheimum Rúnars Júlíussonar við Skólaveginn í Keflavík.
 
Fyrir tónleikana ræddu sjónvarpsmenn Víkurfrétta við þá Guðmund Kristinn Jónsson og Guðmund Pálsson um tónlistina í Keflavík í eina tíð, jólatónleika Baggalúts og nýjasta lagið, Sorrí með mig.