Þriðjudagur 3. maí 2016 kl. 16:51

Bæjarstjórnarfundur í beinni

- Drög að svari frá kröfuhöfum liggja fyrir

Fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefst nú klukkan 17:00 og verður hægt að hlýða á hann í beinni útsendingu.

Samkvæmt frétt á mbl.is liggja fyrir drög að svari frá þeim lífeyrissjóðum sem eru stærstu kröfuhafar bæjarfélagsins. Haft er eftir Kjartani Má Kjartanssyni, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, að staðan sé óbreytt og að beðið sé eftir endanlegu undirrituðu svari. Á fundi bæjarstjórnar fyrir tveimur vikum stóð til að taka fyrir tillögu bæjarráðs um að óska eftir því að bæjarfélaginu verði skipuð fjárhaldsstjórn vegna skuldavanda. Hætt var við á síðustu stundu þegar þau tíðindi bárust að enn væri vilji til að semja.  

Ársreikningar Reykjanesbæjar verða einnig teknir fyrir á fundinum.

Hér fyrir neðan má fylgjast með fundinum í beinni útsendingu: