Sunnudagur 27. ágúst 2017 kl. 14:46

Bæjarstjórinn býður þér að velja lag á hjólbörutónleika

Hjólbörutónleikar eru orðnir fastur liður á Ljósanótt í Reykjanesbæ. Þremenningarnir, Elmar Þór Hauksson, söngvari, Arnór Vilbergsson, organisti og bæjarstjórinn og fiðluleikarinn Kjartan Már Kjartansson bjóða bæjarbúum í öðruvísi tónleika í kirkjunni. Hægt er að velja af lagalista og einnig er hægt að senda ósk um lag eða lög fyrir tónleikana sem verða í Keflavíkurkirkju fimmtudagskvöldið 31. ág. í upphafi Ljósanætur 2017.

Víkurfréttir litu á æfingu og hér er stutt innslag frá þeirri heimsókn.

Kjartan Már, Elmar Þór og Arnór Vilbergs kátir á æfingu í Keflavíkurkirkju en þar verða tónleikarnir 31. ágúst, á fimmtudegi á Ljósanótt. VF-mynd/pket.