Fimmtudagur 13. apríl 2017 kl. 21:00

Azra Crnac í viðtali: Ekki búa til annan Breivik

- Lengri útgáfan af viðtalinu úr Suðurnesjamagasíni vikunnar er hér!

Hin tvítuga Azra Crnac hefur búið á Íslandi alla sína ævi en er ættuð frá Bosníu. Azra aðhyllist íslam eða múslimska trú en aðspurð um trúna segir hún hana snúast um frið og sátt. 
 
„Íslam snýst bara um það sama og önnur trúarbrögð. Að lifa í sátt og samlyndi og að koma vel fram við aðra. Þetta er ekki það sem margir halda.“ Azra segist hafa orðið fyrir aðkasti vegna trúar sinnar. 
 
„Ef ég nefni eitt dæmi, þá sendi ákveðinn einstaklingur mömmu minni persónuleg skilaboð á Facebook þar sem hún var beðin um að vera ekki að ala upp fleiri Breivik hér á landi og vísaði þá í mig. Þetta eru örugglega þau ummæli sem sitja hvað mest eftir í mér.“ 
 
Azra og Sólborg Guðbrandsdóttir, nýr liðsmaður okkar á Víkurfréttum, ræddu saman í myndveri Víkurfrétta. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.