Fimmtudagur 10. september 2015 kl. 17:04

Atvinnulífið og Ljósanóttin í Sjónvarpi Víkurfrétta

– nýjasti þátturinn frá SVF kominn í HD á netið. Horfið hér!

32. þáttur Sjónvarps Víkurfrétta á þessu ári er kominn á netið. Í fyrri hluta þáttarins er farið á tvo viðburði á Ljósanótt í Reykjanesbæ. Við kíkjum í kjötsúpu til Skólamatar og tökum púlsinn á Bæjarstjórnarbandinu sem kom saman aftur nú á Ljósanótt, svona rétt til að rétta við fjárhag bæjarins. Þá er púlsinn tekinn á sjósundköppum í þættinum.

Í síðari hluta þáttarins skoðar Sjónvarp Víkurfrétta atvinnulífið á Suðurnesjum og kynnir sér rekstur Rammagerðarinnar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar en Rammagerðin á sér langa sögu í flugstöðinni.