Miðvikudagur 5. október 2016 kl. 19:33

Áratugur frá brottför Varnarliðsins

- til umfjöllunar í nýjasta þætti Sjónvarps Víkurfrétta

Áratugur er liðinn frá því Varnarliðið fór frá Keflavíkurflugvelli. Í nýjasta þætti Sjónvarps Víkurfrétta er sýndur fyrsti hluti samantektar sem Víkurfréttir hafa unnið að um brotthvarf Varnarliðsins og hvaða áhrif það hafði á samfélagið á Suðurnesjum.

Í þættinum í þessari viku er fjallað um þá stund þegar tilkynnt var um að Varnarliðið væri á förum. Birt eru viðtöl sem tekin voru fyrir 10 árum og einnig viðtöl sem tekin hafa verið á síðustu dögum, 10 árum eftir brotthvarfið.

Í næstu þáttum Sjónvarps Víkurfrétta verður haldið áfram að skoða áhrif þess að Varnarliðið fór.

Varnarliðið er hins vegar ekki eina efni þáttarins því í þessari viku. Við birtum einnig magnað myndband sem Ellert Grétarsson hefur myndað og klippt saman. Þar sýnir hann okkur náttúruperlur á Reykjanesi, aðrar en þær sem við fjöllum yfirleitt um í tengslum við ferðamennsku á svæðinu. Sjón er sögu ríkari!

Þáttinn má sjá hér að ofan í háskerpu. Hann er einnig sýndur í kvöld, miðvikudagskvöld, á ÍNN kl. 20:30 og endursýndur á tveggja tíma fresti í sólarhring. Lokasýning á ÍNN er því kl. 18:30 á fimmtudagskvöld.