Miðvikudagur 10. ágúst 2016 kl. 23:33

Ánægður með fundinn með ráðherrum og þingmönnum

Ísak Kristinsson talsmaður framkvæmdahóps um örugga Reykjanesbraut segist afar ánægður með fundinn með ráðherrum og þingmönnum og er bjartsýnn á að þrýstingur hópsins hafi haft góð áhrif á framgang málsins, þ.e. að framkvæmdum við Reykjanesbraut frá Fitjum í Njarðvík að Flugstöð Leifs Eiríkssonar verði flýtt.

„Niðurstaða þessa fundar er þannig að þingmenn og ráðherra eru afar velviljaðir og telja það brýnt að framkvæmdir við Reykjanesbraut verði á samgönguágætlun og tvöföldun ljúki eins fljótt og unnt er. Framkvæmdahópurinn hefur líka lýst því yfir að brýnt sé að fara nú þegar í bráðabirgðarframkvæmdir við gatnamót,“ segir Ísak meðal annars í viðtali við Víkurfréttir.