Þriðjudagur 28. janúar 2014 kl. 16:05

Algalíf: Geta selt allt sem þeir framleiða

- Skarphéðinn Orri Björnsson í viðtali við Sjónvarp Víkurfrétta

Mikill og vaxandi markaður er fyrir andoxunarefnið sem framleitt verður í verksmiðju Algalíf á Ásbrú því heimsframleiðsla núna annar hvergi nærri eftirspurn. Að sögn Skarphéðins Orra Björnssonar framkvæmdastjóra Algalíf er það óvenjulega góð staða: „Það er beinlínis skortur á vörunni og erfitt að framleiða hana. Það er því mjög þægileg staða að geta selt allt sem þú framleiðir og meira til.“

Sjónvarp Víkurfrétta ræddi við Skarphéðinn Orra. Viðtalið má sjá hér að neðan.