12.04.2017 11:20

Ætlum að styrkja hópinn

- segir Ingvi Þór Hákonarson, formaður Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur

Ingvi Þór Hákonarson, formaður Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur segir að þrátt fyrir tap gegn KR sé hann ánægður með frammistöðu sinna manna. „Hér viljum við vera, í titilbaráttu við bestu lið landsins. Við höfum ekki verið í úrslitakeppninni síðustu fimm ár. Við ætlum okkur stærri hluti á næsta ári og ætlum að styrkja hópinn.,“ segir Ingvi meðal annars í viðtalinu eftir tapleikinn gegn KR í undanúrslitum.