30.03.2013 15:00

95% starfsmanna IGS frá Suðurnesjum

IGS rekur einn stærsta vinnustað Suðurnesja í flugþjónustu á Keflavíkurflugvelli. Nú styttist í að sumarvertíðin fari á fullt og þá tvöfaldast starfsmannafjöldi fyrirtækisins. Suðurnesjamagasín Víkurfrétta heimsótti IGS í vikunni sem leið og fékk að kynnast þessum mikilvæga vinnuveitanda á Suðurnesjum en um 95% starfsmanna IGS eru Suðurnesjamenn.