Laugardagur 16. janúar 2016 kl. 08:00

5700 mælar í stað hemla á hitaveitugrindur

– þetta eru mælarnir sem allir hafa skoðun á í dag

Nú er unnið að því að skipta út hemlum á hitaveitugrindum á heimilum á Suðurnesjum og setja mæla í staðinn. Samtals verða settir upp 5700 mælar en verkefnið mun taka þrjú ár og kostar um 350 milljónir króna.

Sjónvarp Víkurfrétta kynnti sér mælauppsetninguna og hér að neðan er innslag þáttarins.