24.08.2017 20:30

Suðurnesjamagasín úr sumarfríi

- Nýjasti þátturinn í háskerpu hér!

Suðurnesjamagasín er komið úr sumarfríi og fyrsti þáttur eftir frí er á dagskrá Hringbrautar í kvöld kl. 20:00.
 
Í þessum fyrsta þætti okkar eftir frí sjáum við Phantom F4 þotu komið fyrir á stalli við Keili á Ásbrú. Við förum einnig í skötuveislu í þættinum og á Sandgerðisdaga.
 
Í þættinum er einnig tekið hús á Bubba og Arnóri sem eru að setja upp Með blik í auga í sjöunda sinn. Þá er rætt við Valgerði Guðmundsdóttur um Ljósanótt sem er framundan í næstu viku.
 
Við sjáum hval á makrílveiðum og flugelda með dróna í Vogum.
 
Þáttinn má nálgast í heild sinni í spilaranum hér að ofan.