12.11.2017 00:48

Hér eru fyrstu viðbrögð við sameiningu Garðs og Sandgerðis

- rætt við forseta bæjarstjórna í Garði og Sandgerði

Þeir Einar Jón Pálsson, forseti bæjarstjórnar Garðs og Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Sandgerðis, mætti í viðtal við Sjónvarp Víkurfrétta strax og formenn kjörstjórna höfðu lesið upp úrslit í sameiningarkosningum sem fram fóru í Garði og Sandgerði í gær. Þar var sameining Garðs og Sandgerðis samþykkt.
 
Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá viðtalið við þá en einnig formenn kjörstjórna lesa niðurstöður kosningarinnar og einnig nokkur orð frá bæjarstjórum í Garði og Sandgerði.