04.10.2018 20:30

„Lof mér að falla“ í Suðurnesjamagasíni

- ásamt aðskotahlutum, föndri og félagsstarfi, ljósmyndasýningu og tónlist

Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar og vf.is í kvöld, fimmtudagskvöld kl. 20:30. Nú stendur yfir heilsu- og forvarnavika á Suðurnesjum þar sem íbúar hafa tekið virkan þátt í fjölbreyttri dagskrá í öllum sveitarfélögum Suðurnesja. 
 
Lof mér að falla var heiti á fyrirlestri í heilsu og forvarnarvikunni. Efnið var átakanlegt og við gerum því góð skil í þættinum.
 
Við fórum einnig í félagsstarf eldri borgara í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis. 
 
Á Keflavíkurflugvelli leituðum við að aðskotahlutum á flughlaði og við kíktum einnig á magnaða ljósmyndasýningu í bleikum október. 
 
Þáttinn endum við svo með tóndæmi frá 75 ára afmælistóneikum Eiríks Árna Sigtryggsonar.