14.09.2013 17:31

„Erfitt að spila með öðru liði en Njarðvík“

Logi Gunnarsson í samtali við VF

Logi Gunnarsson landsliðsmaður í körfubolta hefur skrifað undir samning við Njarðvíkinga og mun leika með liðinu í Dominos-deild karla í vetur. Logi hefur leikið sem atvinnumaður síðastliðin 11 ár, ef frá er talið eitt ár sem hann lék með Njarðvíkingum árið 2008. Logi sagðist í samtali við Víkurfréttir vera ánægður með að vera kominn á heimaslóðir en Logi sem er uppalinn hjá félaginu segist kunna vel við sig í grænu.

„Það er mjög gott að vera kominn heim. Það voru önnur lið sem höfðu samband en það er erfitt að vera í einhverju öðru liði en Njarðvík. Ég er bara mjög sáttur með það að vera í Njarðvík og hlakka til að spila með þeim. “

Loga hlakkar til að spila með efnilegum leikmönnum í Njarðvíkurliðinu og segir hann að það hafi spilað inn í ákvörðunartöku hans. „Það er gott að miðla af reynslu til strákanna og þeir eiga stóran þátt í því að ég kom í Njarðvík. Ég hef verið að æfa með þeim á sumrin og það verður gaman að hjálpa þeim í baráttunni í vetur.“

Viðtal við Loga má sjá hér að neðan.