Vinsælar göngur

Aðsókn í gönguferðir um Reykjanesskagann með Reykjanesgönguferðum hefur verið með miklum ágætum í sumar, að sögn Rannveigar Lilju Garðarsdóttur, leiðsögumanns, sem staðið hefur fyrir gönguferðunum. Stærstur hluti göngufólksins kemur frá Suðurnesjum en einnig hafa göngumenn verið að koma af höfuðborgarsvæðinu til að njóta þess sem náttúra Suðurnesja hefur uppá að bjóða.

Rannveig segir að 50-70 manns séu í hverri gönguferð að jafnaði og þátttakendur séu á öllum aldri. Reynt sé að hafa ferðirnar þannig að þær henti öllum áhugasömum um gönguferðir. Gengið er á miðvikudögum og nú eru sex göngur að baki og fjórar eftir. Meðfylgjandi mynd var tekin á dögunum þegar gengið var um Sveifluháls en þar er mikil náttúra eins og sjá má á myndinni.

Nánar má lesa um Reykjanesgöngur hér!