Vel mætt í síðustu Reykjanesgöngu sumarins

Reykjanesgönguferðir Rannveigar L. Garðarsdóttur voru vel sóttar í sumar en gönguröðinni lauk síðasta miðvikudagskvöld þegar gengið var upp á  Þorbjörn og þaðan sem leið lá niður að Baðsvelli og orkuverinu í Svartsengi.  Þar var göngufólki boðið upp á grill og ofan í Bláa lónið.

Þetta var þriðja sumarið í röð sem boðið var upp á þessar gönguferðir undir stjórn Rannveigar en samstarfsaðilar eru  HS Orka, Geysir Green Energy, Norðurál, SBK, Víkurfréttir, Björgunarsveitina Suðurnes og Bláa Lónið.

Ljósmyndir úr síðustu göngunni eru komnar inn á ljósmyndavef Víkurfrétta hér