Vaskur hópur gekk um Reykjanesbæ með leiðsögn

Í sólskini og blíðu Miðvikudaginn 27. maí gekk vaskur hópur um götur Reykjanesbæjar og naut góða veðursins og fróðleiks um sitt heimavæði.
Gengið var frá SBK um gamla bæinn upp að minnismerki Erlings Jónssonar Mánahestinum. Þaðan var haldið út í Heiðahverfi þar sem leiðsögumaður sagði frá gömlum þjóðleiðum yfir Miðnesheiðina. Stefnan var síðan tekin á Eyjarbyggðina og upp að Rósaselsvötnum þar fræddi leiðsögumaður hópinn um tilurð nafnsins og sagði frá mótekju á svæðinu og almennum eldiviðarskorti í Keflavík um miðja 20. öldina. 
Gengið var ofan byggðarinnar niður að Keflavíkurhöfn þar sem sagt var frá uppbyggingu hafnarinnar, þaðan var gengið á fallega löguðum göngustígum meðfram Ægisgötunni til baka að SBK ekki var að sjá á hópnum að þau hafi gengið í 2 klst og 26 mínútur allir virtust vera ferskir og þægilega þreyttir þegar komið var á endastöð.