UMFG tekur þátt í verkefninu Fjölskyldan á fjallið

UMFG tekur þátt í verkefninu Fjölskyldan á fjallið. UMFG stendur fyrir göngu á Þorbjörn fimmtudagskvöldið 10. júní kl. 19:00. Gangan hefst við rætur fjallsins þar sem bílastæðin eru og gengið upp veginn og verður frjálst val með leiðir niður fjallið.

Áhugafólk um fjallgöngur er hvatt til að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni og það eru allir velkomnir í gönguna þann 10. júní.

Nánari upplýsingar veitir Bjarni í s: 891-7553 einnig er hægt að finna upplýsingar á www.ganga.is