Svipmyndir úr fyrstu Reykjanesgönguferðinni

Svipmyndir úr fyrstu Reykjanesgönguferðinni 2012 eru komnar hér inn á ljósmyndasafnið á vf.is. Í ferðinni í gær var fyrst ekið að Bláa lóninu þar sem byrjað var með kynningu á gönguferðum sumarsins, þaðan var haldið upp á Dagmálaholt þar sem göngufólk fékk tækifæri til að dást að útsýni yfir fjallahringinn. Þá var gengið að Svartsengisfelli og meðfram því.