Strandleiðin hjóluð á morgun

Miðvikudaginn 21. júlí verður farin hjólaferð í stað gönguferðar, hjólað verður frá SBK nýju Strandleiðina í gegnum Innri Njarðvík upp á Stapa og til baka með viðkomu í Húsdýragarðinum í Innri Njarðvík þar verður tekið á móti hópnum með kaffisopa og gosi. Stoppað verður á nokkrum stöðum á leiðinni og segir leiðsögumaður frá örnefnum og fleira á leiðinni.


Hjólaferðin tekur 2 – 3 klst
Heilræði
* Drykkjarföng.
* Léttan bakpoka.
* Viðeigandi hlífðarfatnað eftir veðri (t.d. aukapeysu, sokka, vettlinga,
húfu).
* Góða skapið.

Munið
Upphafsstaður: SBK, Grófin 2-4.
Hvenær: miðvikudag kl. 19:00.
Kostnaður: engin
Leiðsögumaður: Rannveig L. Garðarsdóttir, nanny723@gmail.com, Sími: 893 8900
Allir velkomnir og allir hjóla á eigin ábyrgð.