Stórbrotið landslag Sveifluhálsins skoðað

Gengið var um hið stórbrotna landslag Sveifluhálsins í síðustu sunnudagsgöngu Ferlis, þeirri þriðju í gönguröð sem Ferlir stendur að á sunnudögum í sumar. Sveiflhálsinn er móbergshryggur sem hlaðist hefur upp í mörgum eldgosum og skilur að Krýsvík og Móhálsadal á Reykjanesskaga.

Gengið var um Sveifluháls af Norðlingahálsi um Folaldadali að Arnarvatni og síðan um Ketilsstíg. Stoppað var m.a. við Miðdegishnúk, hæsta tind Sveifluhálsins og horft yfir stórfenglegt landslag Folaldadala. Naut göngufólk leiðsagnar Ómars Smára Ármannsonar sem býr yfir hafsjó af fróðleik um þetta svæði.

Sjá nánari lýsingu hér

Í næstu sunnnudagsgöngu verða slóðir Straumsels skoðaðar.

Sjá nánar á Ferlir.is hér

Ellert Grétarsson tók meðfylgjandi myndir í gönguferðinni.

Efsta mynd: Óhætt er að segja að landslagið á Sveifuhálsi sé stórbrotið. Takið eftir göngufólkinu á slóðinni niðrí dalnum. Fjær sést til Arnarvatns.Margir tindar prýða Sveifluhálsinn. Hæstur þeirra er Miðdegishnúkur sem hér sést, 398 metra hár.Ómar Smári lýsir því sem fyrir augu ber og bendir með göngustafnum sínum góða.Göngufólk skoðar brak úr herflugvél sem fórst á Sveifluhálsi á seinni stríðsárunum.

Skessukatlar í móberginu.